Bráðum kemur blessað fríið ...
Nú fer að styttast í að maður taki sér sumarfrí, en það hefst ekki formlega fyrr en kl. 8 næsta mánudagsmorgunn, þar sem að ég er með bakvakt þangað til. Það er nú ekki búið að plana það alveg út í ystu æsar, en það verður amk keyrt út úr bænum á mánudaginn og komið heim fyrir verslunarmannahelgina en þá er stefnan tekin á Innipúkann, sem að þessu sinni verður haldinn á NASA.
Svo verður gert eitthvað eftir þá helgina og jafnvel farið eitthvað meira eða eitthvað, en það er ekki ákveðið enn hvað eigi að gera þá.
Ég mæti svo aftur galvaskur í vinnuna 15. ágúst, en staldra stutt við eða bara í rúma viku, því 25. ágúst er Hjólamassinn og á þá að hjóla upp um fjöll og firnindi í 4 daga og er andlegur undirbúningur þegar hafinn, en nákvæmt plan er ekki enn komið inn á borð til mín (Burkni hefur þar verið minn aðaltengiliður).
Enski boltinn byrjar ekki fyrr en 13. ágúst, en stefnan var líka að kíkja á leik í ensku með haustinu, sem verður þá ekki fyrr en í fyrsta lagi í september.
Í Nóvember er svo stefnan tekin í afmælið hans Halla, sem verður haldið í Danaveldi.
Tja þá fer nú sennilegast frídögunum eitthvað að fækka, en það er alveg makalaust hvað hægt er að teygja þetta, en ég hef tekið nokkra daga út nú í sumar (einn og einn dag og sofið út og tekið því rólega) sem hefur verið mjög þægilegt.
Jæja, ég er farinn út í góða veðrið að gera eitthvað.
|
Engan helvítis ANDLEGAN undirbúning ... út að hjóla drengur!
12:27 Burkni
|
|