fimmtudagur, júlí 07, 2005
|
Skrifa ummæli
Síðustu dagar
Tja, svosem ekkert merkilegt hefur gerst hjá mér í vikunni, en á Mánudagskvöldið sigraði ég Sigga 6-3 í tennis og Hauk 6-2, en tapaði svo fyrir Hauki 6-1. Jói tapaði fyrir Hauki líka, en eftir kvöldið var hann samt búinn að vinna af honum 3 kippur af bjór, 2 sem hann vann sjálfur og svo eina sem hann vann með því að veðja á að ég ynni Hauk, en þá var staðan 5-2 fyrir mér og kláraði ég dæmið bara strax og þar með var Jói búinn að vinna 3 kippur af bjór um kvöldið.

Annars þá er ég bara búinn að vera að vinna eins og vitleysingur í vikunni og gert óskup lítið eftir vinnu. Fór reyndar í gærkvöldi í smá bíltúr til að taka myndir fyrir DPChallenge og ljosmyndakeppni.is, fann ekkert fyrir DPChallenge, en er kominn með kandidat fyrir ljosmyndakeppni.is, þessa vikuna er viðfangsefnið vatn og tók ég mynd af litlum fossi í Elliðaárdalnum. Svo reyndi ég að finna eitthvað sportlegt fyrir DPChallenge, en án árangurs, það virðist sem svo að allt sportfólk hafi bara verið inni í gær.

Nú er ég að gera það sama og Jói er að gera, þ.e. að færa geisladiskana mína yfir á tölvu svo þeir taki aðeins minna pláss. Ætli það fari ekki að styttast í það að menn hætti bara að gefa út diska, þeir taka svo mikið pláss og menn spila allt nú orðið með einhverjum mp3 spilurum eða notast við einhveskonar vielen-spieleranen tæki, eins og krakkarnir segja.
    
Foss í Elliðarárdalnum, been there done that.

Kv,
Robbi
08:33   Anonymous Nafnlaus 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar