fimmtudagur, júlí 28, 2005
|
Skrifa ummæli
Lexar
Ég verð að segja að ég er ansi ánægður með Lexar Media:
Í desember pantaði ég mér Lexar 2gb CompactFlash minniskort frá BHPhoto í USA og hef tekið á það um 30þ myndir. Fyrir um tveimur vikum síðan bilaði það þannig að þegar ég var búinn að taka nokkrar myndir þá gat myndavélin ekki lengur skrifað á kortið. Ég talaði við Lexar í bandaríkjunum og þeir sögðu mér að senda kortið út og þeir myndu senda nýtt kort í staðin og gáfu mér upp FedEx tilvísunarnúmer svo ég þyrfti ekki að borga sendingarkostnaðinn út. Ég hringdi í FedEx á Íslandi og gaf upp númerið og þeir sögðu að þeir myndu ná í kortið til mín og ég þurfti ekki að borga fyrir það. Í gær kom nýtt kort inn um lúguna hjá mér og núna er ég með nýtt kort og þurfti ekki að borga krónu fyrir sendingarkostnað né annað ... ansi góð þjónusta verð ég að segja!
    
Gott að heyra að þjónusta er á háu plani hjá sumum fyrirtækjum enn.
11:12   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar