fimmtudagur, júlí 14, 2005
|
Skrifa ummæli
Endajaxl
Mætti í morgunn til tannlæknisins og kom ég mér þar fyrir í þægilegum en samt ógnvekjandi stólnum. Byrjað var á því að taka röntgen mynd af tönninni. Því næst var ég sprautaður við endajaxinn vinstra megin í efri góm og svo var ég sprautaður aftur og byrjaði að dofna. Læknirinn skrapp svo bara aðeins fram og ég lá þarna og dofnaði bara meira og meira. Þegar hún kom aftur þá sprautaði hún mig einu sinni enn og hófst svo handa við að koma tönninni úr kjaftinum. Notaði hún til þess 2 tangir og eitthvað annað tól og tók þetta nú aðeins nokkrar mínútur og leið mér ekkert vel á meðan. Þegar þetta var af staðið þá lá ég þarna í nokkrar mínútur til viðbótar og fékk banana á meðan ég var að jafna mig en mér leið vægast sagt mjög illa og svitnaði og var með náladofa út í hendurnar og ná fölur. Þegar ég var kominn með doldinn lit aftur og var farinn að skána stóð ég upp og borgaði fyrir þessa meðferð 7500 kr.
En ég er semsagt einum endajaxli fátækari í dag, en ég fékk þó að eiga tönnina, en ég er ekki alveg viss um hvað ég á að gera við hana.
Nú ligg ég bara heima og glápi á imbann og ætla mér að gera það næstu klukkutímana því ég er ekki í neinu stuði til að gera neitt meira en það núna.
    
Sendi þér kveðjur með von um skjótan bata!
13:32   Blogger Joi 

Býrðu ekki til hálsmen úr tönninni, það telst flott í einhverjum heimsálfum.
Ógnvekjandi lýsing...
13:38   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar