sunnudagur, júlí 03, 2005
|
Skrifa ummæli
Roskilde
Jæja tha er eg kominn heim af Roskilde og er nokkud sattur, hatidin er ekki enn buinn en i minum huga. Ég var búinn að fá alveg nóg í bili, steikjandi hiti alla ferðina og er ég rauður og sæll. En þetta var mikið stuð og ætla ég nefna nokkrar grúppur sem ég náði að sjá.
Fimmtudagur - Sáum hluta af Velvet Revolver en við fórum af þeim til að sjá Sonic Youth og voru það snilldar tónleikar og hlakkar mér mikið til Nasa í sumar. Síðan sáum við Le Tigre, Mastodon, Kent, Armand van Helden (flottir teknó tónleikar).
Fór að sofa um 1 um nóttina alveg búinn eftir skemmtilegt fyrsta kvöldið.
Föstudagur - Byrjað á flottum Mugison klukkan 13.00, síðan var rúllan á þungarokktónleika Enslaved og SunnO)) sem var svona drón rokk en helvíti flott. Þaðan var hoppað á Snooparann og var hann ágætur kallinn. Þá var klukkan orðin 18 og ég rauður og heitur.
Ég kíkti svo á Audioslave sem voru nokkuð nettir en ég og Hannes svindluðum okkur í röð fremst á Black Sabbath og var ég fremstur þegar Ozzy steig á svið og er hægt að segja að hápunktinum hafi verið náð.
Í lok nætur kíkti ég svo á Autechre og Death from above 1979 og voru það flottir tónleikar. Þaðan skellti ég mér upp í tjald en Haraldur fór á Maldoror sem er hliðarprojekt hjá Mike Patton.
Laugardagur - byrjað var á Fantomas klukkan 16.00 enda lengi gang gamli kallinn, þ.e. ég - þeir voru frábærir og rokkuðu vel. Eftir þetta fórum við á Foo Fighters sem var ágætt, svona eins og ég bjóst við svo sem. Eftir FF fórum við á nokkra tónleika stutt, m.a. Dresden Dolls, Royksopp, Green Day, Patton/Rahzel, Four Tet og Alter Ego. Í lok kvölds var svo farið á Duran Duran en þá var klukkan 1.00, fóru þeir í gegnum alla slagaran og fílaði bróðir minn þá í tætlur en ég var svona nokkuð sáttur, fannst full fáir á þeim tónleikum. Í lok kvölds var tjúttað til hálf fimm á Carl Cox en það er teknódude sem var nokkuð þéttur. Þetta voru svo lokatónleikar okkar á Roskilde Festival og hananú.

Veit að þetta er smá upptalning en amk vita menn hvað ég var að dunda í hitanum og já það vor nokkrir bjórar kláraðir :)
    
Sounds good!
09:03   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar