fimmtudagur, júlí 14, 2005
|
Skrifa ummæli
Andleysi enn og aftur
Já ég get nú ekki sagt annað en að það er visst andleysi yfir manni þessa dagana. Ég hef nú ekki gert mikið síðan heim var komið, en náði þó að skella mér á Sin City í gær og fannst mér hún mjög góð, gef henni nálægt fullu húsi fyrir frumleika og skemmtilegt ofbeldi osfrv.
Þegar heim var komið ákvað ég að gera tilraun, fór með Gutta út að hjóla. Ekki gekk það betur en að þegar ég tók út hjólið þá uppgötvaði ég að pedalinn var laus. Ég fór upp og náði í verkfærakistuna og kom í ljós að rétt stær á toppi var ekki til.
Nú ég ákvað að labba/renna mér út að bensínstöð og þegar þangað var komið með herkjum þar sem Gutti skildi ekki alveg þetta með hjólið og flæktist mikið fyrir og mesta furða að enginn slasaði sig.
Nú þegar ég kom út á bensínstöð þá var mér tilkynnt að ekki væru til toppar. Nú ég ákvað því að labba til systur Elínar og uppi á Ölduslóð (gaman fyrir gamla Hfj að rifja upp) og labbaði ég upp kinnarnar og endaði þar. Mikil lukka því réttur toppur var til.
Nú eftir stutt stopp þar ákvað ég að hjóla heim með Gutta og gekk það ágætlega og gaf ég nú í inn á milli svo hann fengi nú almennilega hreyfingu.

Í lokin get ég sagt eins og Sveppi segir oft, þetta var tilraun dagsins og stóðst hún bara nokkuð vel og verður prófað aftur við tækifæri.

Er annars búinn að vera að reyna að drífa mig á mótorhjólið þessa dagana en andleysið sér til þess að það er ekki gert, tékkaði þó á hvort það væri enn inni í húsi og mér til mikillar gleði þá var það þar.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar