þriðjudagur, júlí 26, 2005
|
Skrifa ummæli
Veður
Já það gengur erfiðlega að vinna þessa dagana, veður er bara of gott til að hanga í vinnunni sérstaklega þegar verksmiðjan er lokuð. Amk í dag næ ég að klára nokkur útistandandi mál áður en haldið er heim í blíðuna.
Mér verður títt hugsað til 3 vinnufélaga minna sem eru á Kanarí núna, sérstaklega um helgina þegar ég lá í sólbaði eða í potti alla helgina.
Þegar ég fór út til DK var meira og minna rigning allan tímann, núna er bara sól sól og sól. Ég kvarta alls ekki, þetta er búið að vera mjög fínt og ef allt gengur eftir þá verður sennilega rigning um verslunarmannahelgina.

Í gær fór ég úr vinnu um og upp úr 16.00, fór heim náði í Guttann okkar og stefnan tekin út á hvaleyrarvatn þar sem við leyfðum honum að synda aðeins og svo var farið í smá fjallgöngu í gegnum lúpínur og furutré á leið niður. Ég valdi leiðina og var þetta svo sem ekki vinsæl leið en ég er nú vanur að fara bara eitthvað í göngum og sjá hvernig hlutir þróast. En það var mjög fyndið að sjá Gutta í lúpínunum þar sem hann hoppaði eins og kanína þar til að hann sæi hvert hann væri að fara inn á milli.

Í gærkvöldi var svo tekið rólega, grillað pulsur, maís og kartöflur. Síðan var slappað af yfir Constantine, nýjustu mynd keanu reeves, þetta var hin fínasta afþreying og mjög mikið um flottar brellar og flott hljóð, surroundið fékk að njóta sín vel. Myndin skilur ekkert mikið eftir, en var fín afþreying og gef ég henni hiklaust 3,5 af 5 en þeir sem hafa gaman af baráttu hið illa við hið góða ættu að kíkja á þessa mynd.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar