mánudagur, júlí 25, 2005
|
Skrifa ummæli
Svefn
Undanfarna mánuði hef ég átt erfitt með svefn, skil ekki alveg af hverju það er. Til dæmis í nótt fer ég að sofa um miðnætti, vakna aftur klukkan 1.30, fer að sofa og vakna enn og aftur um og upp úr 4.
Sofna svo aftur og vakna um 7, ég get ekki sagt að ég sé alltaf mjög frískur á morgnana þar sem ég vakna ávallt upp úr 7.
Ég hef velt fyrir mér hvort ég eigi að fara til læknis eða hvort þetta sé eitthvað sem mun lagast, ég hef svo sem alltaf sofið mjög létt og þarf lítið til að ég vakni en mér finnst þetta fullmikið.
Um helgar næ ég aldrei að sofa út og mér finnst ég ekki hafa sofið út almennilega í ansi langan tíma.

En nú er það kaffibolli til að koma sér í gang.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar