Scrobbler
Verð nú að segja að þessi Audioscrobbler er að gera snilldarhluti, aldrei verið eins gaman að hlusta á tónlist eins og eftir að scrobblið byrjaði. Frábært framtak hjá honum Bjarna. Annars er það að frétta að Innipúkinn er uppseldur og því þarf að fara yfir í backupplanið fyrir helgina, verst að það var ekki til þ.a. ég verð að búa til backupplan. Fyrir útlendingana sem lesa þetta þá er hér sól og sumar aðra vikuna í röð.
|