þriðjudagur, maí 03, 2005
|
Skrifa ummæli
Samsæri
Ég er með samsæriskenningu í sambandi við Rio. Ég held að Fergi vilji losa sig við hann, er orðinn þreyttur á honum og vill selja hann og kaupa 2-3 góða menn í staðinn. Hvernig fer hann að því spyr Árni kannski? Jú, hann býður honum nýjan samning sem er undir því sem þeir hefðu annars gert en ágætur samt og Rio er það mikill peningapúki og er með umboðsmann og ráðgjafa sem hafa beina fjárhagslegan hagsmuna að gæta að hann fái há laun og jafnvel að hann sé seldur sem oftast á milli liða að þeir fara að þreifa fyrir sér hjá t.d. Chelski og reyna að láta Rio færa sig um set.
    
Auk þess er ég pirraður á því hversu hann tefur að skrifa undir og sást auk þess tvisvar sama kvöldið tala við stjórnarformann Chelski og það átti víst að vera tilviljun. Ég er pirraður því United stóð ótrúlega vel með honum þegar hann fékk langt bann fyrir að gleyma dóptesti og fékk laun allan tímann og núna er hann að tefja undirskrift því hann vill meiri pening ... skammarlegt EF satt er!
13:19   Blogger Joi 

Þetta er ansi fín samsæriskenning. Ég er alveg sammála því sem skrifað er hér og finnst mér ótrúlegt að hann hafi ekki skrifað undir strax, en ég efast þó ekki um að hann skrifar undir og málið er dautt. Sýnist á öllu að Chelski séu ekkert rosa spenntir yfir honum
13:33   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar