sunnudagur, maí 29, 2005
|
Skrifa ummæli
Myndir frá ferðinni
Jæja, við erum í netsambandi hérna á hótelinu, reyndar bara í gegnum símalínu á hótelherberginu þannig að við settum inn á netið nokkrar myndir og eru þær hérna fyrir neðan (þeir sem eru viðkvæmir fyrir því að það séu of margar myndir hérna verða bara að fyrirgefa mér í þetta sinn).
Við erum núna stödd í Suzhou sem virðist við fyrstu sýn vera nokkuð falleg, fallegri en Nanjing sem var síðasti viðkomustaður okkar. Við vorum aðeins í einn dag í Nanjing og fórum þar á minjasafn til minningar um fjöldamorð Japana á Kínverjum í borginni árið 1937 en þá voru 300.000 borgarar drepnir. Við skoðuðum síðan bara borgina og röltum um miðbæinn, fengum okkur að borða og fórum í smá siglingu. Við komum að hótelinu okkar í Nanjing um 22 leitið og þegar við gengum upp götuna svona 20m frá hótelinu okkar heyrðum við allt í einu í næstu verslun brot og braml í svona 30 sekúndur og síðan læti í manni og konu öskra og var löggan komin á staðin nokkrum mínútum síðar. Greinilega ekki alltaf dans á rósum að vera Kínverji. Þetta er frekar háfaðasöm borg og mikið stress í umferðinni og drifum við því okkur bara í burtu daginn eftir. Við reyndar keyptum 16 DVD myndir og kostaði hver þeirra 45 kr. en þær eru samt með ágætis covery og vonandi er hægt að horfa á þær. Keypti t.d. Team America, Star Wars III o.flr.
Ég er mjög hrifinn af Kína og kínverskri menningu og er þetta ótrúlega skemmtilegt og þægilegt fólk. Fólkið virðist ekki vera vant því að sjá vestrænt fólk og starir mikið á okkur og spyr hvort það megi taka myndir af okkur með einhverjum vinum þeirra á og er það bara gaman. Sonja vekur líklegast meiri athygli en ég og er búið að segja við hana margoft að hún sé falleg. Ætli ég fari ekki bara að stúdera búddatrú og Kínverska matargerð þegar ég kem heim ... kemur í ljós.

Hérna koma nokkrar myndir úr ferðinni:


Neðanjarðarlestastöð í Moskvu og lest að koma inn.


Þessi kerling var stórfurðuleg, klædd eins og miðaldarkona og með klút fyrir augunum og var eitthvað að öskra á mann.


Töffari fyrir framan blómaskrúða. Þarna erum við fyrir framan háskólann í Moskvu en við enduðum þar eftir langa gönguferð þegar við vorum að leita að einhverju allt öðru.


Ég pantaði mér stórann bjór.


Já, m.a.s. stríðshetjur verða að nota neðanjarðarlestirnar.


Þarna erum við stödd í einni af flottari neðanjarðarlestastöðvum Moskvu. Olga, leiðsögumaður okkar fyrri hluta ferðar er eitthvað að segja okkur frá þessu.


Eitt kvöldið í lestinni sátum við Sonja inni í klefanum okkar með Kate og Tim og Olgu en hún var að segja okkur frá Siberíu þegar maður kemur að klefanum og segir eitthvað við Olgu og hún segir við mig að maðurinn hafi beðið hana að segja við mig að ég ætti að koma með honum í klefann hans. Sonja bað mig um að fara ekki en ég ákvað að fara og þar vildi hann og vinur hans gefa mér vodka og sat ég með þeim í 2-3 klst og talaði fingramál og drakk vodka og við urðum allir haugafullir :-) Þeir reyndust vera öryggisverðir á leið í frí heim til sín.


Gatan sem við bjuggum við þegar við vorum í heimagistingu við Lake Bakal í Síberíu.


Markaður.


Þarna erum við Sonja með Olgu leiðsögumanninum okkar og konunni sem við vorum í heimagistingu hjá. Hún eldaði ofaní okkur 3 máltíðar á dag og vorum við aldrei svöng.


Dæmigert hús í bænum sem við vorum í. Mjög mörg hús voru miklu ljótari en þetta og voru nánast að hruni komin.


Fyrir utan húsið sem við gistum í. Þetta er sonur konunnar að vinna í garðinum.


Það var lítill kofi í garðinum með dæmigerðri Síberískri saunu sem kallast Banja. Við fórum tvisvar í hana.


Þarna er hópurinn búinn að troða sér í einn klefa í lestinni. Frá vinstri: Eldklerkurinn, Sara, Paul besti leiðsögumaður í heimi held ég bara, Emmanuel frá Þýskalandi, Monika líka frá Þýskalandi, Mike frá Ástralíu, Adrian maður Söru frá UK, Tim og Kate einnig frá UK.


Útimarkaður í Síberíu.


Fjölskyldan sem við Sonja bönkuðum upp á í Mongólíu. Ég bað um að taka mynd og mennirnir stilltu sér upp. Fórum inn í gert-ið (Mongólskt tjald) þeirra og fengum þar veitingar.


Partý í einu tjaldinu sem við vorum með.


Ég að sýna fólkinu hvernig á að skjóta af boga á sléttum Mongólíu.


Ulaan Baatar.


Fórum á skemmtilega þjóðlega sýningu í UB.


Bær í Gobi eyðimörkinni.


Morgunmatur í Peking.


Torg hins himneska friðar í bakgrunni.


Ég keypti þessa sólhlíf fyrir prinsessuna og þarna erum við uppi á hæðinni fyrir ofan Tineman square í Peking.


Menn spila á hverju horni í borgum Kína.


Kokkurinn að spyrja hvort þetta hafi örugglega verið það sem við vorum að biðja um.


Kínamúrinn.


Prinsessan og durturinn á múrnum.


Terracotta hermennirnir. Þetta eru salur 1 af þremur sem eru yfirbyggðir og þessi er þeirra stærstur. Hermennirnir eru í fullri stærð og allir með mismunandi andlit og voru þeir smíðaðir fyrir um 2000 árum síðan og fundust árið 1974. Ef ég man rétt eru þeir um 6000 talsins.


Skemmtilegur útimarkaður í Xi'an.


Hnetur á markaðnum.


Þetta er algeng sjón á hliðargötum í Kína, fólk að elda og allstaðar er fólk að borða - mjög mikil matarþjóð.


Þarna er verið að undirbúa mat á veitingahúsi sem við borðuðum á.

Jæja, ég vona að menn verði ekki svekktir með að ég setti þetta allt hérna inn, en ég hef bloggað það lítið undanfarið og bloggið verið það dautt að ég vona að menn fyrirgefið þetta. Ég er orðinn svo þreyttur að ég veit ekki lengur hvað ég er að skrifa þannig að ég segi bara góða nótt.

p.s. ég óska Liverpool til hamingju með þennan glæsilega sigur!
    
Frábærar myndir og greinilega mikil ævintýraferð, verður gaman að sjá þetta allt þegar þig komið heim.Og til hamingju með afmælið Sonja.
13:23   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar