mánudagur, maí 23, 2005
|
Skrifa ummæli
Helgin búin
Þá er enn ein helgin búin og vinnuvikan tekin við. En það er helst að frétta af helginni að á Laugardagskvöldið fór ég í Júróvisjónpartý og var undirbúningurinn til fyrirmyndar á staðnum, en búið var að hengja upp myndir af öllum keppendum um alla veggi og meiraðsegja á innanverðri klósetsetunni var andlitsmynd af Selmu. Held að almenn sátt hafi verið um úrslitin, en gestirnir fylgdust með keppninni af misjöfnum áhuga.
Á Sunnudeginum fór ég svo í smá afmæliskaffi til Sindra, en hann er fertugur í dag (23. maí). Um kvöldið var svo haldið á nýjustu Stjörnustríðsmyndina og var hún bara ekki sem verst, eiginlega bara alveg ágæt og töluvert betri en hinar 2 sem komu á undan (sem voru bara frekar leiðinlegar). Hér var verið að berjast næstum alla myndina og töluvert margir drepnir og tæknibrellurnar mjög vel gerðar. Gef ég henni alveg 3 vetrarbrautir af 5 mögulegum (Þetta er svo mikil stórmynd að stjörnur duga ekki).
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar