Slysablogg
Allar fréttir á blogginu verða nú hálf marklausar miðað við síðasta blogg - en ég ætla nú samt að skella einu slysabloggi fram. En þannig var málið að ég skellti mér í sund á föstudaginn var, tók hjólið fram og brunaði af stað. Ætlaði mér of mikið uppi við Ölduslóð og steinlá á hliðinni. Úr þessu kom mjög bólgið og blátt hné, skaddaður olnbogi og mjög bólginn leggur. Þetta þýddi að ég komst ekki á Mótorhjólið síðustu helgi mér til mikilla ama. Nú vikan leið og ég var allur að koma til, er enn bólginn og hruflaður en lét það nú ekki stoppa mig í kvöld og skellti mér á mótorhjólið, fór upp í Kaldárssel og tætti þar um fjalllendið. Enn og aftur ætlaði ég mér aðeins og mikið og var að rúlla upp steinalagða hlíð og lá kylliflatur aftur og aftur á vinstri hliðina, en ég slapp nú nokkuð vel nema hnúarnir á vinstri hendi bólgnuðu vel eftir að hafa orðið undir hjólinu. Náði þó að rúlla heim í góðu standi en er frekar aumur núna.
|
Algjört grundvallaratriði að kunna að hjóla áður en byrjað er á því!
08:08
Maður lærir nú bara með því að prófa.
15:30
|
|