loksins loksins frétt eða ekkifrétt
Eftir langt blogghlé hjá mér kemur núna smá bútur sem dregur kannski svolítið saman hvað ég hef verið að fást við síðustu dagana. En eins og all margir vita nú (og þeir sem ekki vissu það áður vita það þá núna) að ég hef verið að bardúsast við að segja frá því að ég sé byrjaður með strák og ætlaði ég nú að vera fyrir löngu búinn að setja það hér á bloggið, en vildi nú samt segja þeim frá því sem stæðu mér hvað næst svona fyrst og svo þegar ég var búinn að því þá fannst mér þetta eiginlega ekki vera neinn frétt lengur sem væri vert að blogga um, þar sem að þetta er ekki beint neitt opinberunarblogg lengur. En hvað um það þá er því hér með komið á framfæri fyrir ykkur sem ekki voru búin að frétta þetta frá mér eða einhverjum öðrum.
En ég er semsagt búinn að vera að stússast í því að segja fólki frá þessu svona þegar ég hitti það á förnum vegi og hefur bara verið gaman af því og verða menn ýmist skrítinir í framan (eiga doldið erfitt með að trúa þessu upp á mig) eða bara hissa, en allir hafa bara verið ánægðir yfir því að ég sé bara kominn í samband og búinn að létta þessu af mér (þótt fyrr hefði nú verið). Það hafa semsagt bara verið mjög ánæjulegir og skrítnir dagar sem hafa liðið undanfarna viku og ekkert nema bara gott um það að segja.
Um helgina skrapp ég svo vestur á Snæfellsnes til Hildar systur að kenna smá stærðfræði sem að ég held að hafi borið tilætlaðan árangur (en það kemur bara í ljós síðar í mánuðinum). Svo fórum við í smá göngutúr eftir fjörunni við Ósakot (rétt við Hótel Búðir) og sáum þar einn stærsta sel sem ég hef nokkurntíman augum litið (held að það hafi því verið úthafsselur eða prins í álögum, en ég þorði ekki að kyssa hann til að komast að því). þegar við nálguðumst þá kom hann sér út í sjóinn aftur, en fór nú samt ekki langt og hefur ábyggilega farið aftur upp í fjöruna um leið og við værum komin í burtu, en við vorum með 2 hunda sem honum var ekkert sérlega vel við.
Meira markvert hefur nú ekki gerst, enda finnst mér þetta nú bara vera alveg nógu markvert og í rauninni ekkert við þetta að bæta að svo stöddu.
|