þriðjudagur, maí 24, 2005
|
Skrifa ummæli
Andleysi III
Síðast þegar ég bloggaði þá var það 12 maí og var sagan um slysin mín tvö á reiðhjóli og mótorhjóli.
En þar sem ég vil nú læra seint þá ákvað ég að taka þátt í keppni á Klaustri þar sem um 400 vélhjólamenn munu bruna um svæðið.
Já það er rétt ég ætla að keppa, reikna nú ekki með medalíu í þetta sinn en gaman verður.
Annars er lítið að frétta af mér, ég fór nú ekki í júróvisíon partý í raun, heldur í sjávarréttaveislu hjá fjölskyldu EE, þar var ótrúlega góður matur á boðstólum eins og pipartúnfisksteik, lax af öllum gerðum (hunangslegin, koníakslegin osfrv). Einnig var bleikja, rækjur og humar til að nefna eitthvað. Var borðað mikið þarna og drukkið vel líka, sérstaklega koníakið með kaffinu (var þó farinn að hætta að drekka kaffi og drakk meira koníak í staðinn).

Ég er líka búinn að bóka ferð út til DK í sumar, verð í 10 daga þar og mun m.a. kíkja á Roskilde Festivalen í 8 sinn en ég fór 1993 í fyrsta sinn og sá þar Sonic Youth meðal annarra og í ár er einmitt SY að spila aftur á Roskilde og hver veit nema að þetta verði síðasta sinn sem ég mæti þangað.

Guttinn minn (hundurinn minn sem sagt) er allur að braggast og hættur að bíta mann eins mikið og áður, en hann er nú enn smá nartari. Hann er greinilega að nálgast puberty þar sem hann hefur verið að læra ýmis dirty trick sem ég fer nú ekki nánar út í hér.

Ég mun ekki ná að fara á Queens of the Stone Age tónleikana þar sem ég verð í DK, gat ekki fengið far heim fyrr, mikil vonbrigði þar sem QotSA eru í miklu uppáhaldi hjá mér.

Einnig er ég að plana ferð til Sauðárkróks með EE, Gutta og Hjölla um 17 júní helgina, en þá er einhver mótorhjólaveisla með meiru þar - við sjáum hvernig það þróast.
Þ.a. ekki mikið merkilegt að frétta en þó eitthvað, vinnan er mikil þessa dagana og ofan á bætist að ég þarf að mæta á húsfund í kvöld - mikið að gera en ekkert merkilegt.
    
Ég hef verið að lesa um einhverja Skagfirska heimasíðu og þar segja þeir að allt sé að fyllast af mótorhjólum í firðinum - meira að segja sveitastjórinn var búinn að fjárfesta í götuhjóli
08:56   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar