TENNIS
Síðasti tennistíminn (líklegast) í vetur var í gær. Spilaði ég einliðaleik á móti Sigga og Hauki. Fyrirkomulagið var þannig að ég spilaði allan tímann en þeir skiptust á að spila einliðaleik á móti mér. Náðum við að taka 2 heila leiki, sem ég vann báða (6-4 og 6-0, sem í rauninni endurspeglaði yfirburði okkar Jóa í vetur, en spilamennska var oft á tíðum ómannleg í rauninni var engu líkara en að það væru guðir að spila og er ég þó mjög hógvær hvað spilamennsku okkar varðar). Svo þegar við hættum þá var reyndar staðan 5-4 fyrir þeim í síðasta leiknum (en ég var orðinn svo hræddur um að Siggi myndi henda nýja spaðanum sínum í gólfið að ég leyfði þeim að vinna nokkra leiki), en það skipti mig svosem engu máli.
Haukur var aftur á móti alveg hættur að hugsa um tvíliðaleikinn og einbeitti sér nú orðið bara að vinna mig í einliðaleik, en hann byrjaði mun betur þar og komst í 2-0 strax í upphafi. Ég jafnaði í 2-2, en þá komst hann í 4-2. Ég jafnaði í 4-4. Svo var jafnt á tölum upp í 6-6 og þurfti því oddalotu til, sem hann sigraði 7-3. Á þessum tíma var ég farinn að hafa verulegar áhyggjur af geðheilsu hans, en þetta skipti hann greinilega miklu máli svo ég gat nú ekki annað gert en að létta hans geð örlítið og gefa honum síðustu lotuna, en eins og skáldið sagði forðum daga: "Guð er miskunsamur".
|