Tónleikar og afslöppun 
Nú er búið að kaupa miða á Antony and the Johnsons (11. júlí) og Sonic Youth (16. ágúst).  Liverpool lang bestir og FH heldur áfram að vinna og vinna og er nú með markatöluna 11:1 og fullt hús stiga (FH vann t.d. keflavík í keflavík, en KR tapaði þar, hí hí hí).  
 Ég er bara í vinnunni að vinna og vinna, svo er ég á bakvakt og skjálftavakt um helgina svo helgin verður bara tekin rólega út í góða veðrinu.  
 Kannski að maður skelli sér bara á hjólið og rúnti um öskjuhlíðina og kaupi sér svo ís (jafnvel bragðaref með jarðaberjum, bláberjum og kíví), tylli sér svo á bekk og lætur sólina baka sig á meðan maður lætur magann sjá um að bræða ísinn.  Já það er fátt sem jafnast á við það að borða góðan ís út í sólinni og slappa af, nema þá að drekka ískaldan bjór út í sólinni og slappa af eða bleikt hanastél og slappa af.  
 Tja amk ætla ég að slappa af með einum eða öðrum hætti, en maður þarf víst að mæta í vinnuna á morgunn og sunnudaginn.  
	 |