Andleysi II
Búið að vera meira andleysið á manni þessa dagana, Jói má greinilega ekki fara af landinu þá leggjast bara allir í dvala. Ekki svo að það hafi neitt mikið gerst um dagana. En það er nú samt það að frétta af húsamálunum að borgin er (held ég) búin að kaupa skúrinn út í garði og við (restin af íbúunum) erum búin að undirrita afsal þar sem við afsölum okkur öllum kröfum um vangreiddar greiðslur í hússjóð af hálfu fyrrum nágranna. Svo erum við byrjuð á því að rífa pallinn í kringum skúrinn og gengur það ágætlega (þar sem ég hef ekki gert handtak í þeim málum, nema þá að skaffa verkfæri, en annars þá er ég bara búinn að vera svo voðalega upptekinn við eitthvað annað í vikunni).
En helsta afrekið var að hjálpa Beren Robinson (líffræðingur frá Kanada sem Bjarni þekkir og ég núna) og fjölskyldu að kaupa bíl og gekk það svona stóráfallalaust fyrir sig og endaði hann á að kaupa Volvo station árgerð 1995, keyrðan 244þús, rauðan að lit.
Í kvöld er stefnt á að fara í keiluhöllina með MOBS og jafnvel fá sér smá í litlutánna.
|