Sonja
Sonja á afmæli í dag og við ætlum að reyna að klæðskerasauma daginn að hennar óskum ... til hamingju með daginn Sonja mín. Pálmi: Ég stillti bloggið þannig að ég fæ athugasemdirnar sendar í tölvupósti þannig að ég get séð þær þó ég komist ekki inn á bloggið vegna þess að Kínastjórn lokaði fyrir bloggsíður vegna þess að fólk var að gagnrýna stjórnina þar. Heyrði það að fyrir c.a. tveimur árum síðan brann netkaffihús einhverstaðar í kína og nokkrir brunnu inni og Kína lokaði öllu internetsambandi í landinu í 4 mánuði á meðan á rannsókn málsins stóð. Bjarni: Já, það væri kannski gaman að kíkja í þessa bók, virðist hafa ríkt algjör skálmöld þarna og myndirnar sumar hverjar ansi ógeðfeldar. Mér fannst samt aðeins skína í gegn á safninu að þeir voru að reyna að sýna fram á það hvað Japanir voru vondir og að þetta hafi í raun gerst en það er kannski skiljanlegt. Safnið er byggt á stað sem fjöldagrafir voru uppgötvaðar fyrir ekki svo löngu síðan og er hægt að sjá beinagrindur í kringum holræsi og annað sem hefur verið afgirt með glergirðingu. Jæja, við ætlum að fara að kíkja í bæinn og reyna að finna bát sem á víst að sigla frá þessari borg yfir í þá næstu. Bless.
|
Vegna tímabelta þá veit ég ekki nákvæmlega á hvaða degi Sonja á afmæli en til hamingju með það. Einnig var mjög gaman að sjá þessar myndir frá ykkur.
10:21 Árni Hr.
|
|