fimmtudagur, febrúar 26, 2004
|
Skrifa ummæli
Einnig ætlaði ég að nefna að stundum sparar maður hlutina vegna þess að maður veit að það verður svo gott þegar maður loksins gerir hann og maður vill bíða fram á réttu stundina.
Svoleiðis var það þegar ég setti Killing Joke - Alchemy remixes á í gær - ég er búinn að vera bíða með að hlusta á hann þangað til ég ætti eintak sjálfur. Í gær sat ég og hlustaði á diskinn og horfði á fótbolta í leiðinni (á mute) og var þetta snilldardiskur.
Þetta eru Trance remix af Killing Joke (ef það segir einhverjum eitthvað) og sat ég og hlustaði á þessa stöku snilld og hugsaði með mér að þetta var worth the wait.

Þegar EE kom heim í gær og heyrði tónlistina, þá spurði hún hvort ég væri að horfa á einhvern gjörning - þið getið púslað þessu eins og þið viljið, ég veit ekkert hvernig henni datt það í hug.

Einnig hef ég verið að skoða mjög mikið NY underground listamenn, svokallaðir DIY (doityourself) listamenn. Einn af mínum uppáhalds listamönnum er Richard Kern, hann er afbrigðilega skemmtilegur og keypti ég um daginn safn stuttmynda frá honum á DVD og er þetta einn af demöntum mínum í safninu. Ég ætla nú ekki að fara út í myndir hans nánar en þær eru ansi merkilegar sumar og er t.d. Lydia Lunch að leika í sumum þeirra og SY og Foetus eiga mikið af tónlistinni og má nefna að RK samdi myndbandið við Deathvalley 69 með SY en það er nefnilega eitt af snilldarlögum þeirra af Bad Moon Rising.

Annar listamaður sem ég hef verið að skoða heitir Nick Zedd og er svipaður og RK, þó með sinn stíl. Ég er rosalega hrifinn af þessum myndbandsgjörninga listamönnum virðist vera. Ég á enn eftir að kaupa mér safnið hans, en það mun ég gera.

Í lokin ætla ég að nefna konu að nafni Kembra Pfahler en hún er einnig söngkonan í Kevorkian Death Cycle og mikill gjörningalistamaður.

Þetta var fróðleiksmoli dagsins frá mér.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar