miðvikudagur, febrúar 11, 2004
|
Skrifa ummæli

Mynd dagsins



Jæja, ég var að spá í að hætta þessu mynd dagsins projecti mínu vegna þess að mér var bent á að þetta væri að skyggja á annað hérna á blögginu, en ég hendi samt inni einni í dag og sé svo til.

Lítill foss einhverstaðar uppi í fjalli fyrir ofan Feigsdal. Mynd tekin í júní 2003 í göngutúr míns og Hjölla lengst upp í fjall sem endaði með því að við gengum upp á fjallgarðinn sjálfan sem er ansi mikið afrek. Þess má geta að við vorum fáklæddir og ég í inniskóm, þunnur eftir drykkju kvöldið áður á Bíldudals grænum baunum og auk þess ekki búnir að borða neinn morgunmat. Þessi göngutúr tók í heildina um 6-7 tíma og það rigndi aðeins á okkur efst uppi á fjallinu og vorum við því votir og MJÖG svangir þegar heim var komið. Við ákváðum að borða ekkert heima heldur bruna í Bíldudal og borða þar hamborgara en það endaði með því að við keyrðum alla leið á Patreksfjörð og borðuðum þar ágætis pizzu. Síðan kíktum við aðeins á hafnarball sem var haldið úti á Bíldudal og fórum snemma heim aftur í Feigsdal og í háttinn. Góður dagur.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar