miðvikudagur, febrúar 04, 2004
|
Skrifa ummæli
Horfði á þátt á RUV í gær um Elie Wiesel sem hefur barist fyrir friði í heiminum frá því hann var í fangabúðum nasista í Auscwich. Fínn þáttur sem sýndi vel grimmdina sem átti sér stað í fangabúðunum og eins pælingar manna um frið og hatur í heiminum í dag. Þessi þáttur fékk mann til að hugsa.

Kíkti líka upp á landspítala í gær í heimsókn.

Annars virðist ég hafa unnið fullnaðarsigur í tölvulistamálinu, með hjálp neytendasamtakanna, því ég þarf ekkert að greiða fyrir viðgerðina og fæ þessi nýju blekhylki að kostnaðarlausu. Yfirmaðurinn þarna segir að þetta mál hafi farið vitlausa leið alveg frá byrjun og baðst afsökunar á þessu. Það er víst búið að taka þetta fyrir á fundum hjá þeim og slíkt þannig að eitthvað gott hefur leitt af þessu veseni. Hann lofaði mér líka góðum afslætti á einhverri vöru ef ég væri að spá í því.

Hvað er Pálmi að kvarta yfir aðsókn og vinsældum á blögginu okkar, desember var sá mesti hingað til og janúar sló hann síðan út!
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar