sunnudagur, febrúar 22, 2004
|
Skrifa ummæli
Jæja þá er það Ferðasaga 3 (2 kemur seinna) - Danmörkuferðin.

Ákveðið var að fresta DK ferðinni um 1 dag og því var farið þar síðasta föstudag til Köben, ég fór af stað um 13 frá Möltu og flaug til Frankfurt, þar var mjög stutt stopp og hélt ég áfram til Köben og var kominn til foreldra minna um 19.00. Þetta gekk amk mun betur en ferðin niður eftir - einnig fékk ég mjög gott sæti í fluginu til Frankfurt og fínan mat.

Nú strax á föstudagskvöldi var ég farinn að finna fyrir smá hálsbólgu, en ég ákvað að vanda að þetta væri ekki neitt og fór í heimsókn til Guðjóns Karls, þar var setið og spjallað og drukkið captein í kók. Nú við ákváðum að vera rólegir í þessu og var ég kominn heim um miðnætti enda var förinni ætlað til Kolding daginn eftir (klukkan 11.30). Nú á laugardeginum tókum við þrjú lestina til Kolding (ég, gkth og systir mín) og var það hin ágætasta ferð þar sem ég og gkth spjölluðum af okkur ferðina, en Guðjón var einmitt á leiðinni til Noregs að sýna skíðahæfileika sína þar.

Nú þegar komið var til Kolding hittum við bróðir minn og fjölskyldu hans, auk Hreiðars. Var þetta mjög rólegt hjá okkur, við borðuðum gott lasagne sem Linda eldaði og sátum við og spjölluðum til miðnættis en þá voru allir búnir að fá nóg og farnir að sofa. En kannski ekki allir þar sem ég og HÖH sátum og drukkum bjór, spiluðum golf og spjölluðum til 5 um nóttina. Daginn eftir spratt ég upp eins og stálfjöður og horfði á Arsenal-Chelsea bikarleikinn og skemmti mér vel enda vann Arsenal. Svo var haldið heim um miðjan dag með lest. Tek það fram að kvöldið áður hafði ég verið að versna í hálsbólgu og á sunnudeginum var ég enn verri en þó í lagi.

Nú á mánudeginum hafði ég ákveðið að vera heima og var það eins gott þar sem ég var bara fárveikur, lá fyrir allan daginn og horfði á 50 þætti í sjónvarpinu (flesta var ég búinn að sjá áður þegar ég bjó þar þ.a. þeir eru duglegir að endursýna þar).
Þriðjudagurinn og ég var örlítið hressari, en þó hundveikur enn. Ég ákvað þó að fara í bæinn og versla smá og má segja það að ég náði að powershoppa í Köben þar sem ég náði að kaupa DVD, CD og föt á 3 klst. Keypti föt á mig og EE og náði að kaupa 4 frábæra diska (KMFDM, Front Line Assembly, Bile og Pigface). Einnig keypti ég 3 DVD í Köben og þar á meðal hinu stórkostlegu Ford Fairlane mynd og 5 klst Moby DVD (18). Áður hafði ég keypt mér DVD á Möltu, þar keypti ég safn sem innihélt 4 Airport myndir frá 8 áratugnum - frábært safn.

Nú ekki var mikið meira gert í þessari DK ferð, en náði ég þó að gera það sem ég ætlaði að gera þrátt fyrir veikindi og fleiri uppákomur. Ég kom svo heim á miðvikudegi og má segja að það hafi beðið ansi mikið eftir mér í vinnunni, í raun allt sem ég hafði skilið eftir var enn ógert mér til mikillar mæðu.

En þannig var þessi ferðasaga.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar