Ussussuss, allt of langt frá síðasta bloggi. Ég man bara ekki hvenær það var, sennilegast einhverntíman í síðustu viku.
En annars þá er allt gott að frétta, hef fengið ágætis svefnfrið undanfarið og liðið af Kaffi Austurstræti hefur ekki látið sjá sig í langan tíma. Nú hef ég bara verið að vinna og vinna og leggjast svo í leti þar á milli. Leigði mér meiraðsegja vídeótæki og 3 spólur á föstudagskvöldið, en var svo þreyttur að ég sofnaði í miðri mynd nr. 2 sem var Kung Pow. Annars þá byrjaði ég á að horfa á Core. En það er eiginlega skyldumynd fyrir mig, þar sem að ein af aðalpersónunum er jarðskjálftagúrú og svo heldur vel skipuð sveit niður í jörðina til að koma kjarnanum af stað aftur, en hann hafði víst stöðvast og þar af leiðir var allt á leið til andskotans. Þessi mynd gerði sitt gagn, því ég var bara í stuði til að horfa á einhverja algjöra dellu sem ekki þyrfti að einbeita sér neitt að og söguþráðurinn mátti alls ekki vera neitt flóknari en þetta. Næsta mynd var eins og áður segir Kung Pow. Hreint út sagt frábær mynd, en ég vissi lítið um myndina, en hafði þó séð eitt bardagaatriði úr myndinni þar sem að aðalgaurinn var að berjast við kung fu belju (í bókstaflegri merkingu). Síðasta myndin (sem ég horfði bara á á laugardagsmorgninum) var xmen 2. Algjör steypa og fellur alveg í sama flokk og Core, þ.e. gerir sitt gagn og maður getur bara slappað af og ekki pælt í neinu (þar sem að það þarf ekki að pæla neitt þegar horft er á svona myndir).
Á Sunnudeginum fór ég í bíltúr (Jói vildi ekki koma með, var að fara að drekka kaffi niðrí bæ). Ætlaði nú bara að fara upp á Rauðavatn og prófa skautana og athuga hvort það væri einhver vindur svo ég gæti notað fjallhífina (það er í laginu eins og pínulítil fallhlíf, en notuð til að draga mann áfram á skíðum, en ég ætlaði að prófa þetta á skautum). Á Rauðavatni var enginn vindur svo ég keyrði aðeins lengra og svo fór að ég keyrði hringinn í kringum Þingvallavatn og var alveg frábært að vera þar í þessu algjöra logni og allt hvítt og barastabarabara. Svo endaði þessi bíltúr í Hafnarfirði og var ég alveg búinn að gefast upp á því að finna nokkurn vind hér á landi á. Lagði því bílnum á bílastæðinu við Haukahúsið á Ásvöllum og fór á skauta á Ástjörn og ég datt ekkert. Var að vísu frekar þreyttur í löppunum, enda komin 2 ár síðan ég fór síðast á skauta.
jæja, nú er ég bara orðinn svangur og ætla að gera eitthvað í því (í kaffinu var einhver dularfull kaka sem bragðaðist eins og spritt í föstu formi og fékk ég mér bara einn bita og afgangurinn fór í ruslið, sennilegast hefur þetta verið einhverskonar þorrakaka).
|