Kíkti í bjór og tónleika í gær og er vaknaður klukkan 10.00 í morgun - virðist lítið geta sofið þessa dagana. En ég er nokkuð hress miðað við að koma heim í gær um klukkan 4.00 í nótt.
Skellti mér til Jóa þar sem við sátum og drukkum bjór, spjölluðum, spiluðum tónlist og kíktum á nokkra fóstbræður sketcha. Einnig var þetta kvöld ekki fullkomið án smá rökræðna um fótbolta, ávallt skemmtilegt og að vanda vorum við kannski ekki alveg sammála um hlutina - en það er einmitt það sem gerir þetta skemmtilegt.
Síðan skelltum við okkur á Grand Rokk og sáum þar Úlpu spila og síðan Singapore Sling, ég var búinn að gleyma hvað er gaman að fara á góða tónleika á Grand Rokk og skemmti ég mér stórvel og voru tónleikarnir stórgóðir og tóku þeir meira að segja lag með Suicide sem mér fannst magnað.
En gott kvöld í gærkvöldi og já við hittum Bjössa sem var að hlusta á Úlpu en félagar hans eru einmitt í þeirri grúppu.
|