fimmtudagur, febrúar 19, 2004
|
Skrifa ummæli
Jæja, ætli sé ekki best að blögga svo Siggi verði ekki vælandi og tuðandi.

Allt ágætt að frétta af mér svosem - var samt hálf slappur og pirraður í gærkvöldi ... spyrjið bara Sonju :-). Í lok síðustu viku fór ég í jarðaför og fór síðan út að borða um kvöldið, með Sonju, á Nordica. Mjög flottur og góður matur og ekki skemmdi fyrir að kokkurinn er vinur Sonju og fengum við því ýmislegt í boði eldhússins. Enda borðuðum við bæði yfir okkur og þurftum að taka leigubíl heim og gerðum ekki mikið eftir þetta enda var klukkan orðin margt.
Daginn eftir horfði ég á United leikinn og BjaKK og Hjölli komu í heimsókn og síðan fórum við saman í kringluna og keyrðum síðan BjaKK í hfj. og við Hjölli þömbuðum síðan bjór heima hjá mér eins og við ættum lífið að leysa. Síðan kíktum við á Grand Rokk með BjaKK og ég fór síðan heim en þeir voru aðeins lengur í bænum. Þeir vöktu mig síðan morguninn eftir og við fórum saman á Grillhúsið og síðan fór ég upp á kjalarnes í sund og hjálpa Sonju að þrífa laugina. Ágæt helgi bara verð ég að segja.

Við Sonja byrjuðum síðan að horfa á myndina Lost in Translation og náðum við ekki að klára hana. Þetta er mjög sérstök og hæg mynd og ég myndi alls ekki segja að hún sé fyndin. Mér finnst samt flottur stíll yfir henni en Sonja beið eftir að eitthvað myndi gerast í henni.

Næsta laugardag ætlum við Sonja að fara upp í sumarbústað og chilla fram á mánudagsmorgun og væntanlega taka slatta af myndum.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar