Pistill frá Halla í DK:
Jæja, þá er kominn tími að reporta frá DK, svosem ekki það mikið að segja frá héðan annað en að allt gengur bara ágætlega.
Lindu líkar vel í vinnunni og ég er byrjaður á lokaönninni í skólanum eftir ágætis gengi í prófum.
Eftir þessa önn útskrifast ég og fer væntanlega svo beint í áframhaldandi nám, tek viðbót til að fá BA gráðuna, vonandi ætti það að vera hægt hér í Kolding svo við þurfum ekki að vera að flytja.
Er nú ekki mikið að gerast hénna í bænum, þ.a. það er fátt um heitar fréttir, kannski vert að minnast á tónleika sem ég fór á síðasta laugardag, Speaker Bite Me heitir hljómsveitin og hefur nú verið starfandi í um 10 ár hér í dk, og ég verð nú að segja að eftir að hafa lesið mig til um hana þarsem stóð að hún væri undir áhrifum frá Sonic Youth og P.J.Harvey þá var það ekki langt frá sannleikanum, en einna helst má kannski minnast á að þau líkjast mest Blonde Redhead, enda var hitað up með að spila það, ásamt Sophia (nýja diskinn) sem kom MJÖG skemmtilega á óvart, enda kemur sú plata ekki út fyrr en í lok þessa mánaðar... En semsagt mjög vel heppnaðir tónleikar og ekki nema um 40-50 manns á staðnum, (var á local skemmtistað í bænum), sem gerði reynsluna bara enn betri.
Næst á dagskrá er bara meiri lærdómur, og jú, reyndar tónleikar í mars í köben, Sophia verður að spila í litla Vega og við Linda bíðum mjög spennt eftir því.
Dóttir mín Uma hefur það líka bara mjög fínt, hefur bara gaman af lífinu og tilverunni, stundum of mikið, sérstaklega þarsem hún er farin að hlaupa útum allt og missir ansi oft stjórn á sér.......
Annars er maður bara enn og aftur farinn að horfa til Hróaskeldu með eftirvæntingum, bíð eftir að þeir seti inn Janes Addiction þá þarf maður ekki að hugsa lengur út í það.
Jæja, þetta var allavega eitthvað til að segja, set inn eina mynd hénna af mér og Lindu tekna með nýju camerunni okkar......