Nokkrar Random hugsanir á sunnudegi:
Hef verið að velta fyrir mér hversu mögnuð tæknin er orðin, nú er ég að tala við bróðir minn, Guðjóns og foreldra mína í gegnum netið með hljóði og mynd. Maður hefur séð þetta oft í myndum sem fjalla um framtíð okkar, en við erum greinilega miklu nær þessu en okkur grunar. Með aðeins betri bandvídd þá fer þetta að verða mjög einfalt, ég borga ADSL greiðslur og þar með enga símreikingar. Einnig var EE að tala við stelpu um daginn sem sat á kaffihúsi í Köben og setti ég webcameruna í gang hjá okkur og gat hún því séð EE heima á Íslandi sitjandi og drekkandi bjór eða kaffi á kaffíhúsi. Magnað helvíti.
Einnig skellti ég mér út að borða í gær á Grillhúsi Guðmundar, mér líkar sá staður nokkuð vel. Ég fékk mér lambalundir sem voru gómsætar, en bernusósan var mjög smjörkennd og var ég ekki alveg að fíla hana, en lundirnar voru góðar. EE fékk sér grísalundir fylltar með Camembert - einnig mjög gott, en Camembertinn yfirgnæfði þó sósuna aðeins og mikið að mínu og hennar mati.
En allt þetta + forréttur á 5000 kr - ég kvarta ekki og hef yfirleitt verið mjög ánægður með matinn þarna og þjónustuna.
Þriðja sem ég ætlaði að koma á framfæri er lag dagsins en það er í boði Electric Hellfire Club en þeir taka lagið Land of Rape and Honey eftir Ministry á plötunni Another Prick in the Wall - a tribute to Ministry.
Þetta er töff útgáfa og er mjög kröftugt og er það gítarinn sem ég er mjög hrifinn af í þessu lagi auk skemmtilegra innslaga. Mæli með þessum diski fyrir alla Ministry aðdáendur en það var einmitt hann Jóhann nokkur sem kom þessari hljómsveit á framfæri í fyrsta sinn hjá slemburum.
|