Ágæt helgi að baki. Á föstudaginn tókum við því bara rólega og elduðum góðan mat. Á laugardagseftirmiðdaginn fórum við síðan í heimsókn til vinahóps Sonju upp í sumarbústað, en hún gat ekki verið alla helgina því hún er að læra undir próf. Þarna voru um 12-15 manns og það fengu 3 far með okkur uppeftir á Laugarvatn. Við lögðum af stað um 19 leitið og fórum á bíl foreldra Sonju og ég tók að mér aksturinn uppeftir. Kjartan kokkur sá um eldamennskuna en hann er líklegast með betri kokkum á landinu og víst mjög eftirsóttur. Hann eldaði lambakjöt með sveppa- og berneisósu og síðan var sallad. Ég ver að segja að þessi matur var alveg MAGNAÐUR og hef ég líklegast ekki bragðað jafn gott lambakjöt á minni stuttu æfi. Við fórum síðan heim aftur um kl. 00:30 og þá keyrði Sonja því ég var búinn að sturta í mig kippu af bjór. Daginn eftir var ég alveg búinn á því en náði samt að drattast framúr seint um síðir og hjálpa Sonju að skúra uppi í Sorpu.
Það eru komnar inn myndir úr sumarbústaðnum á myndasíðunni.
|