Best að rífa sig upp úr þessu bloggleysi og gera tilraun í smá blögg:
Allt ágætt að frétta af mér nema að ég er alveg svakalega andlega þreyttur í dag og veit ég ekki hvað veldur því, ekkert sérstakt held ég. Það er mikið að gera í vinnunni og margir spennandi hlutir að gerast. Um helgina fórum við Sonja í bústað á Flúðum og var það mjög fínt og afslappandi. Ánni, EE og Hjöll kíktu síðan í mat á laugardagskvöldið og var það hið fínasta kvöld. Sunnudagurinn fór síðan í almenna afslöppun og farið var heim snemma á mánudaginn. Ég hef hug á því að setja inn nokkrar myndir frá helginni (ættu að vera einhverjar góðar því við tókum um 400 myndir) við tækifæri en veit ekki nákvæmlega hvenær það verður. Með í för voru 3 stafrænar myndavélar, þ.e. Sony 717 vélin mín, nýja Sony T1 vélin og síðan Canon 300d sem Sonja fékk lánaða. Þetta er nokkuð mögnuð vél og ég held að við endum á að kaupa hana eða sambærilega vél. Í raun er það eina sem 717 vélin hefur framyfir er að fókusa í myrkri, í öðru virðist Canon vélin hafa vinninginn þ.m.t. í myndgæðum.
Ég kíkti í afmæli um miðjan daginn í gær til ömmu og varð hún 80 ára og Gubbi litli varð 23 ára og óska ég þeim til hamingju.
Annars er ég líka búinn að drekka yfir mig af kaffi eins og flestir aðrir í fyrirtækinu og kaffivélin hefur ekki verið snert í tvo tíma en sótastrímtækið er að gera góða hluti þessa stundina.
Í kvöld ætla ég að horfa á leikinn og Sonja ætlar að elda nautakjöt og síðan er Salsa kl. 21:30.
Á morgun ætlum við vinnufélagarnir að fá okkur að borða eftir vinnu og skella í okkur nokkrum bjórum og síðan ætla ég að mæta í lokatímann í salsa og reyna að dansa fullur (sennilega nauðsynlegt á hverju dansnámskeiði).
Jæja, vantar allan húmor í mig núna vegna andlegrar þreytu og ætla ég því ekki að segja meira í bili .... chao!
|