Manni verður hugleitt um það hvert mannkynið og jörðin stefnir þegar maður horfir á fréttir. Alltaf koma upp nýir og nýir faraldar eins og AIDS, fuglaflensa o.flr. upp og mannkynið nær alltaf að drepa þessar pestir í fæðingu eða halda þeim í skefjum. Maður hlýtur að spyrja sig hvort þetta sé ekki vopn náttúrunnar til að halda jafnvægi á jörðinni og mannskepnan er orðin of gáfuð og þróuð fyrir jörðina og þetta er sennilega slæmt frá öllum hliðum. Samt virðist þessi umræða aldrei koma upp því maður vill að sjálfsögðu láta lækna sig þegar maður veikist eða einhver sem maður þekkir. Á meðan heldur mannkynið áfram að fjölga sér og jörðin er fyrir löngu síðan orðin alltof lítil fyrir þennan fólksfjölda og þessu fylgir náttúrlega mengun og annað óæskilegt fyrir móður náttúru. Spurning hvort niðurskurður í heilbrigðiskerfinu sé ekki bara af hinu góða :-).
|