föstudagur, febrúar 20, 2004
|
Skrifa ummæli
Er að fara að kaupa þetta dæmi hér: Köfunargræjur
Búinn að pannta og borga svo í næsta mánuði. Með því þá ætti ég að ná sama skuldahalanum og ég var í fyrir einu ári síðan þ.e. ca 200 þús í mínus, en einum köfunarbúningi ríkari. Annars þá er klósettið enn hálf stíflað, allavega þá lekur ekkert of hratt úr því eftir nokkrar niðursturtanir. Þá kemur sér nú vel að vera búinn að læra að kafa. Þegar ég fæ svo búninginn ætti ég að geta losað almennilega um þessa stíflu. Ég var að lesa um þennan kafarabúning í tímaritinu DIVE (sem ég er áskrifandi af) og fékk hann bestu einkun í blaðinu þegar bornir voru saman neoprene þurrbúningar.

Af öðrum málum. Nú er ég að læra á helling í sambandi við tölvurnar hjá veðursviðinu og gagnagrunnsdótinu og öllu sem máli skiptir hér því ég er að byrja á bakvöktum á tölvudeildinni, sem heitir reyndar ekki tölvudeild en er það samt (sennilegast er þetta svona svo að það þurfi ekki að borga yfirmanni tölvudeildarinnar eins há laun, en ég sagði þetta ekki). Þetta ætti að hífa aðeins upp launin hjá mér, enda veitir ekki af þegar maður er að kaupa sér eitthvað sem maður hefur ekki efni á.

Annars þá hefur maður haft það svona frekar gott, nágrannalega séð. Að vísu var bankað á gluggann hjá mér um daginn (ca 8 um kvöldið) og það var konan í næstu íbúð alveg á perunni. Ég fór nú til dyra en hleypti henni ekkert inn enda var hún svo dauðadrukkin að hún vissi örugglega ekki mikið hvað hún var að gera. Hún tók þó eitt skref inn í anddyrið og faðmaði mig og sagði eitthvað á þessa leið: "Ég vildi bara segja hæ". Svo hélt ég að hún ætlaði ekkert að sleppa, en akkúrat þá, þá sleppti hún og fór að tala um að hún hafi komið inn í ganginn í dag til að líta á rafmagnstöfluna, því það hafði slegið út hjá henni (merkilegt að það skulu enn vera einhver rafmagnstæki í húsinu, sennilegast nennir enginn að stela ísskápnum eða þvottavélinni). Svo kynnit hún mér fyrir frænda sínum sem stóð fyrir aftan hana. Hann var sennilegast drukknari en hún og óskup ræfilslegur. Hann ætlaði að labba niður þessar tvær tröppur sem eru fyrir framan hurðina og var næstum dottinn. Hann ætlaði svo að æða inn til að líta á rafmagnstöfluna en ég passaði bara að hann færi ekkert lengra. Hann var svo fullur að hann gat ekki veitt neina mótspyrnu. Svo sagði ég bara bless við þau og þau fóru (skildu greinilega að ég var ekkert að fara að hleypa þeim inn).
Daginn eftir bankaði frændinn upp á og var þá með baseball kylfu og réðst á mig og ég tók þá bara karatespart í hausinn á honum og hann kastaðist aftur um ca 5 metra, en hann reis þá á fætur aftur og opnaði munninn og þá sá ég að hann var vampíra. Neinei bara að plata. Hann var bara að tékka á rafmagnstöflunni. Hann var ekkert fullur og beið bara eftir að ég fór inn og sló rafmagninu inn aftur fyrir þau. Hann var bara sáttur við það og fór og hef ég ekki séð hann síðan.
Annars þá hefur ekki verið neitt partýstand þarna í sumarbústaðinum síðastliðinn mánuðinn þrátt fyrir stöðugt fylllerí hjá húseigendum, enda held ég að þau séu alltaf dauð upp úr klukkan 9 á kvöldin og vinirnir því alveg hættir að mæta, þar sem að það svarar enginn.

Jæja, ég ætla að vona að ég hafi bætt eitthvað upp bloggleysið undanfarna daga, hef bara verið í einhverju andblogglegus stuði, veit ekki alveg hvers vegna, en það er vonandi gengið yfir.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar