Langur dagur í dag - verið að vinna sér í haginn fyrir Möltuferðina. Verð eitthvað frameftir í kvöld og þurfti einnig að skrópa í Tennis vegna Oddgeirsveiki - en vona að 3 vikna pása geri mig bara kröftugri.
Lag dagsins í dag er í boði Sonic Youth, en eins og flestir slembarar vita þá er þetta besta hljómsveit í heimi. Lagið sem er á fóninum í dag heitir Trilogy og er af hinni þrælgóðu Daydream Nation plötunni, að margra mati besta plata þeirra. Þetta er sérstök live útgáfa sem ég náði mér á ónefndum stað. Lagið tekur hátt á 15 mín og þeir sem þekkja mig vita að ég er mikill sucker fyrir langloku lögum og er hægt að nefna þar Ministry symfóníuna sem ég bíð enn þann dag í dag eftir að komi út.
Hvað væri betra en The Fall í 60 mínútna útgáfu.
|