mánudagur, febrúar 02, 2004
|
Skrifa ummæli
Jæja, róleg helgi að baki. Á föstudagskvöldið fórum við S á myndina Evrópugrautur á franskri kvikmyndahátíð og keypti ég 6 miða kort fyrir okkur, þannig að við þurfum að kíkja á tvær myndir í viðbót á þessari hátíð. Þessi mynd fjallar um unga námsmenn sem koma til Barcelona frá ýmsum stöðum í evrópu og leigja saman íbúð. Myndin fjallar síðan um samskipti þeirra og vandamál aðalpersónunnar sem er frakki. Mjög skemmtileg og fín mynd og gef ég henni þrjár drullukökur af fjórum.

Á laugardaginn ætluðum við að fara út að borða en S var slöpp um kvöldið og ákváðum við því að vera bara heima og horfðum á Big Fish. Þetta er nýjasta mynd Tim Burton og fær hún 8.1 á IMDB. Ég varð fyrir smá vonbrigðum með þessa mynd því ég bjóst við miklu. Hún á góða spretti en í heild er hún hálf sundurlaus og ég er ekki viss um að ég hafi skilið hana fullkomlega.

Á sunnudaginn fór ég síðan á súfistann á laugarveginum (efsta hæð í bókabúðinni) og sat þar í rúmlega 1,5 klst og drakk kaffi og skoðaði tímarit (Hjölli vildi ekki koma með) ... ótrúlega fínt að geta setið þarna og skoðað nýjustu blöðin og drukkið eins mikið kaffi og maður getur í sig látið.

Ég fór síðan upp á Kjalarnes og hjálpaði S við að skúra og fór síðan í 2 klst göngutúr með henni og litlu frænku hennar í fjörunni og voru nokkrar myndir teknar. Ágæt helgi!

Það lítur síðan út fyrir að ég og Hjölli verðum tveir í tennis í kvöld og verður væntanlega hart barist.

Ég bætti annars við nokkrum myndum í dag og lesendur ættu að skoða þær: Check it!
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar