föstudagur, febrúar 06, 2004
|
Skrifa ummæli
Ferðasaga Árna Hrannars - Hluti 1

Sagan hófst klukkan ca. 7.00 þegar samstarfsmaður minn kom og sótti mig heim, hann var á leið til Zurich en ég átti einmitt að millilenda þar eftir að ég hafði millilent í London.
Uppsett ferðalag var þannig:
9.00 – 12.00: Flug frá Keflavík til London
13.55 – 16.45: Flug frá London til Zurich
17.40 – 20.00: Flug frá Zurich til Malta

Nú ferðalagið til London gekk eins og í sögu, vorum komnir á réttum tíma og ákváðum að fara og fá okkur einn kaldan og fara svo í flugið til Zurich. Nú þegar á hólminn var komið þá sáum við að það var 1 klst seinkun á fluginu og þýddi það bara að ég myndi aldrei ná fluginu til Möltu og þetta var eina flugið til Möltu fra Zurich. Já nú voru góð ráð dýr, ég hringdi heim í ferðamálagúrú Delta og sagði hún mér að það væri flug frá Heathrow beint til Möltu klukkan 20.30. Við mér blasti að vera á Heathrow í tæpa 9 klst og hryllti mig við en þetta var það eina sem hægt var að gera og fór ég í það að redda þessu. Það tók 1 klst að fá starfsmenn British Airwaves til að græja þetta, eftir að hafa sagt mér að fara hingað og þangað en til að bæta mér upp gáfu þeir mér 10 punda úttekt á matsölustöðum svæðisins og þegar þetta er ritað er ég búinn að eyða 5 pundum í Burger King, já ég segi Burgeros Kingos.

Nú sit ég á kaffihúsi og skrifa þetta með bjór um hönd, er búinn að tékka mig inn og fékk að vita að það var seinkun á Möltufluginu sem þýðir að ég mun ekki fara í loftið fyrr en um 21.30 og þýðir það að ég mun lenda 00.30 á Möltu, sem þýðir 1.30 á Maltneskum tíma.
Síðan verður náð í mig klukkan 8.15 að Maltneskum tíma sem þýðir stuttur svefn í nótt og ekkert barhopp.


Rétt á eftir að ég var búinn að skrifa þetta þá fór fólkið við hliðina á mér að spjalla við mig, þau Murray og Alison frá Aberdeen Skotlandi. Þau styttu mér stundir þar sem ég sat og drakk bjór með þeim og spjallaði um heima og geima um leið og ég frétti að vélinni hafði seinkað til 22.30. En þá var ég búinn með nokkra bjóra og leiddist ekki og tók því bara vel.
Loksins náði ég upp í flugvél og svaf smá á leiðinni og var ég kominn um 03.00 að nóttu upp á hótel.
Þá var ég svo þreyttur að ég nennti ekki að vera pirraður og þegar ég sá svítuna sem ég fékk þá hvarf allur pirringur – a walk in closet...
Nú ég svaf í 3 klst og var mættur upp í vinnu um 8.30 og er ég búinn að taka túrinn, mæta á fundi, svara emailum (þurfti að redda mér sjálfur varðandi tengingu þar sem tölvudrengirnir á Möltu voru non-existent). Nú styttist í að dagurinn minn er búinn og haldið verður heim á leið.

Einnig hitti ég Bob og bauð hann mér með sér og hópi út að borða á föstudag og ætlaði ég að taka því þar sem ég hef nú ekki mikið að gera hér í veðurblíðunni um helgina.

Fyrsti dagurinn kláraðist án nokkurra áfalla og líkami minn heldur þessu vel þrátt fyrir mikla þreytu. Nú við ákváðum að kíkja út að borða með Arne (yfirmaður operations á Möltu), ég náði að leggja mig í 30 mín áður en út var haldið og náði ég upp orku þannig fyrir kvöldið.
Ákveðið var að skella sér á Brasilískt steikhús, þetta var með því versta sem ég hef fengið, en amk getur það bara batnað héðan af. Þetta var svona steikarbuffet þar sem þeir komu með 8 mismunandi kjötrétti:
Pulsa sem skreið um á disknum - pass
Kjúklinga drumstick – ágætt svo sem
Lambalæri – ekki gott
Kjúklingavængir – ekkert kjöt á þeim en annars ok
Kjötbollur – pass, enda voru þær síðastar
Pork Ribs – pass, leist ekkert á það.

Ég man ekki einu sinni hvað það var fleira sem ég sagði nei við. En amk var borðað og eftir það var haldið á Hilton og kíkt í einn bjór – sá bar var ótrúlegur, flottur, frábær staðsetning (maður sá yfir litla höfn þar sem snekkjurnar lágu við). Um 23.00 var haldið heim og í háttinn og var það kærkomið, en að vanda sofnaði ég ekki fyrr en um 01.00.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar