Já, FH leikurinn var mjög góður og vorum við Ánni í heiðursstúku með öðrum mikilmennum knattspyrnunnar. Í leikhlé var síðan farið niður þar sem snittur, bjór og hvítvín var á boðstólnum og sjónvarp með Þjóðverjaleiknum.
Síðan horfi ég á Two weeks notice vegna ábendingar frá Ánna og þessi mynd var slöpp og skil ég ekkert hvað strákurinn er að mæla með þessu dóti. Ætli hann sé ekki bara að linast með aldrinum og ég verð alltaf harðari og harðari nagli eða eitthvað.
|