Jæja, róleg helgi að baki. Á föstudagskvöldið fórum við Sonja á Salsa námskeið í Kramhúsinu og tjúttuðum þar í 5 korter. Við fórum síðan á 22 og fengum okkur einn bjór fyrir svefninn.
Á laugardaginn tók ég því bara rólega og kíkti á Players með Ánna og Hjöllanum. Á sunnudagskvöldið var síðan smá matarboð heima hjá mömmu og pabba því Pabbi er aldrei þessu vant í bænum og Ægir litli á afmæli í næstu viku. Við gáfum honum 3 Simpsons spólur (kóperaðar) og fjarstýrðan bíl. Sem betur fer gáfum við honum líka bílinn því hann spurði mig, eftir að hann opnaði pakkann með spólunum: "Er þetta það eina sem þú ætlar að gefa mér?".
Særún fékk nýju tölvuna sína og næsta verkefni er að koma henni á netið.
|