sunnudagur, september 28, 2003
|
Skrifa ummæli
Annars verð ég að halda áfram að segja frá einu af nýjustu idolum mínum, honum Sigga Pönk sem er að blogga sem punknurse. Ég er farinn að lesa bloggin hans reglulega og er mjög gaman að fylgjast með ferðum hans ásamt ritsnilld hans, já ég kalla það ritsnilld.
En hann er mjög einlægur og öfunda ég hann nokkuð, ég gæti aldrei verið svona einlægur á netmiðli, eða bara almennt sennilega.
Þegar ég les bloggið hans hugsa ég mikið til þess að þarna er maður að gera það sem honum finnst skemmtilegt, hann lifir lífinu til fullnustu og lifir eftir sinni sannfæringu og ekki sannfæringu þjóðfélagsins. Sumir segja að heimskur maður nýtur betur lífsins þar sem hann hugsar passlega mikið um kosti og galla þjóðfélagsins og sjálfs síns, en þarna er maður sem er vel þenkjandi en virðist samt mjög sáttur á sínum stað, stendur á sínum skoðunum án þess að vera róttækur og leiðinlega predikandi.

Þetta fær mann til að hugsa um þá leið í lífinu sem maður valdi og hvort hún sé rétt, ég get hugsað um margt annað sem mig langar til að gera núna, en eins og mínir nánustu vita þá er nú eitt af því sem ég hef alltaf elt uppi og er það fjárhagslegt jafnvægi, eitthvað sem ég er svo sem með núna, en samt er ég ekki að njóta lífsins til fullnustu þar sem það er svo margt sem mig langar að gera áður en ég verð stór.

En við mig var nú mælt einu sinni að ég sæi ekki skóginn fyrir trjánum og hefur það setið svolítið fast í mér og er það kannski rétt.
Jæja nóg með þetta - svona hugleiðingar eiga rétt á sér inn á milli - eftir hálft ár þá les ég þetta og brosi.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar