Vaknaði í morgun rúmlega 7 og kveikti á sjónvarpinu og styllti á popp tíví. En einmitt klukkan 7 á morgnanna er þátturinn 70 mínútur endursýndur, en þessa dagana er Sveppi í barneignarfríi og því eru þjóðþektar persónur sem að mæta í staðinn fyrir hann og í morgunn var Guðni Bergsson. Var þetta bar helv fínn þáttur og ræddu þeir slatta um fótboltann og svona ýmislegt í kringum hann. Einnig þurfti hann að drekka þennan landsfræga ógeðlsegadrykk, en hann samanstóð af mjólk (sem Guðni fékk ógeð á fyrir rúmlega 30 og eitthvað árum þegar hann var í sveitinni), piparsósu, sinnepi og haframjöli og leit þetta vægast sagt frekar illa út, en hann lét sig nú samt hafa það. Svo hélt þetta bara áfram svona eins og venjulega, en það sem skein í gegn þarna var hvað Guðni er fínn nágungi góður grínari.
Eftir að þátturinn var búinn þá fór ég bara í vinnuna og það er ekkert búið að vera neitt svakalega gaman í dag, svo ég ætla ekkert að skrifa um það hér.
Annars er bíllinn minn svona aðeins að lagast, en ég gerði við handbremsuna um daginn (þurfti að vísu bara að herða eina skrúfu, en samt ...)
Svo er ég búinn að vera voða duglegur heima og steypa gólf og lakka og lakka aftur svo nú er þetta orðið allt voðalega fínt og nú tími ég varla að nota geymslurnar mínar undir drasl, og er bara að spá í að setja þar inn hægindastól og hafa þetta fyrir lesherbergi eða skammarkrók (gæti reyndar verið bæði).
|