Fór inn á Chelsea heimasíðuna og þar var spurning um hverjir væru besta striker parið hjá þeim - þetta lítur ekki vel út hjá Eiði okkar:
Our best striker pairing?
Crespo & Mutu 56% (2496)
Crespo & Hasselbaink 9% (410)
Crespo & Gudjohnsen 2% (105)
Mutu & Hasselbaink 24% (1079)
Mutu & Gudjohnsen 4% (195)
Hasselbaink & Gudjohnsen 4% (159)
Eins og sést þá er hann hæst 4% sem er ekki mjög gott.
Annars var ég á leiknum áðan, FH-ÍA (for the history records). Ekki endaði það vel, ég vorkenni FH-ingum, þeir eru að fara uppskeruhátíð í kvöld, þar verður nú ekki drukkin gleðiskál.
FH-ingar voru óheppnir að tapa þessum leik, áttu ekki skilið að tapa honum en einhverjir þurftu að tapa og það endaði með að við töpuðum, tough luck.
Tek það líka fram að Jói og Hjölli voru eiginlega of seinir, við vorum í boðsmiðastúkunni og hefði nú verið kurteisi að mæta á réttum tíma - Jói baðst nú reyndar afsökunar og er það honum til framdráttar. Aðrir hefðu nú átt að fylgja þessu fordæmi.
Einnig reyndi Hjölli að draga athygli okkar frá leiknum með sínum skemmtisögum, en eftir fimm mínútna móðu náðum við að koma athyglinni aftur að leiknum - sem betur fer.
Hjölli verður bara að halda áfram með sínar sögur seinna!
Í lokin ætla ég að segja frá nýju tölvunni sem ég er mjög pirraður út í, kannski meira pirraður út í tölvustrákana sem settu hana saman, í fyrsta lagi er netið í skrýtnum málum, annað er að ég get ekki tengst vinnunni og þegar ég gat það í 10 mín í gær þá gat ég ekki nýtt mér það neitt þar sem það annað hvort hrundi út eða var ekki uppsett.
Að svona menn skuli fá mörg þúsund krónur fyrir að vinna við þetta og geta ekki gengið frá þessu - nú þar ég að fara með hana uppeftir aftur til að biðja þá að laga tengingar - já sveiattan.
Í lokin ætla ég að benda á að það er Brimklóarball á Nasa næstu helgi og hvet ég menn til að mæta - ég sjálfur er orðinn mikill stuðningsmaður Brimklóar og stefni á að setja bóhall í stalker bókina á næstunni.