Nýjasta ljóðið sem kom á ljóðasafn Hjölla er svona (mig grunar að Álákur sé listamannanafn)
Það er uppi óróaandi í okkar göfugu sveit,
menn fleygja burt fornhelgum venjum og fara út í kvennaleit.
Á Áslák er dansað og duflað,og drukkið hið görótta vín,
með flöskuna framan á brjósti þeir falla í rot eins og svín.
Meyjarnar merkin bera af munaðardrýgðri synd..............
Höfundur: Áslákur......
Hvað ætli Arnaldur mundi segja um þetta, hvað er höfundurinn í rauninni að reyna að segja okkur.
Hvað á hann við með "Meyjarnar merkin bera af munaðardrýgðri synd...............". Hvaða meyjar
eru þetta og hvaða synd hafa þær drýgt eða erum við e.t.v. öll meyjar sem syndum um í göfugri sveit.
Svörin við þessum spurningum fáum við sennilegast aldrei svarað, en samt.....hver veit hvað
framtíðin ber í skauti sér.
|