þriðjudagur, september 30, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæjja, búið að vera nóg að gera undanfarna daga og var ég í rauninni rétt í þessu að klára að ganga frá vaktinni minni (skjálftavaktinni).
Getraunir helgarinniar fóru frekar illa þrátt fyrir að hafa fengið 11 rétta bæði á ítalska og enska seðlinum, en þar sem að þetta var allt svo fyrirsjáanlegt að þá voru vinningarnir eftir því, en 11 réttir gáfu mér 120 kr í vinning á ítalska seðlinum (seðillinn kostaði 240 kr) og ekki var borgað út fyrir 10 rétta en ég var með 4 slíkar raðir. Seinast þegar ég keypti mér seðil í ítalska boltanum (15. nóv 2002) þá þá fékk ég 12 rétta og var vinningurinn 790 kr, en ekki var borgað út þá fyrir 11 rétta (7 raðir) né 10 rétta (21 röð) og sá seðill kostaði 1440 kr. Svo það virðist vera beint samband á milli verðs á seðli og vinninga, þ.e. maður fær ca helminginn endurgreiddann.
Annars er ég bara eitthvað svo andlaus núna, er eitthvað að næla mér í kvef aftur og var hálf slappur í vinnunni í gær, en samt ekki þannig að maður hangi heima og fór svo í tennis um kvöldið (gleymdi mér aðeins yfir óveðurssjónvarpsþættinum og kom 10 mín of seint) og þegar ég mætti þá var Jói bara einn þarna og Oddgeir kom ekki (engin útskýring á því fengist, en hann lét okkur ekkert vita) svo ég og Jói spiluðum í tæplega klukkutíma og átti ég bara nokkuð góðan tíma, en Jói var óvenju slakur, enda þjáður af næringarskorti þar sem að hann hafði ekki borðað neinn kvöldmat og fóru leikar því eftir atvikum.

Jæja, best að hætta þessu skrifiríi (enda algjörlega poíntless og knúið áfram af andleysi) og fara að lesa aðeins til í bráðarvámöppunni en það á að fara í nokkra hluti úr henni á sviðsfundi á morgunn.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar