föstudagur, september 19, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja, það hefur verið ákveðið að Sigurður Óli ofurgagnrýnandi verði með pistil á tveggja vikna fresti og hér er hans fyrsti pistill:

Pistill

Ég vil byrja á að þakka fyrir þann gríðarlega heiður sem mér er sýndur að fá að vera með pistil á hjá ykkur blogg fallbyssum annan hvern föstudag og telja þar með inn í helgina.
Í þessum pistlum mínum mun ég reyna að koma á framfæri skoðunum dyggra lesenda lesenda bloggsins auk þess sem ég mun halda upp faglegri gagnrýni á bloggið í heild sinni, þetta gefur mér einmitt tækifæri á að skoða þetta ofan frá og líta á þetta sem eina heild í stað þess að gagnrýna einstaka bloggara. Hins vegar mun ég heldur ekki láta hjá líða að halda pressu á ykkur fallbyssurnar bæði hér á blogginu í daglega lífinu sem einstaklinga. Auk þessara hluta kunna að koma almennar hugleiðingar sem ég tel passa inni í pistilinn á hverjum tímapunkti og hæfir tíðarandanum einnig getur vel verið að ég noti þennan miðil til að stunda skítkast jafnt á ketti og fólk.

Smá um fallbyssurnar (í stafrófsröð)

Árni
Á góða spretti á blogginu en mér hefur virst hann á köflum dáldið pennalatur. Hitti hann í sporthúsinu í gær og ræddi hann alvarlega um að koma með mér í spinning næstkomandi þriðjudag. Legg ég til að haldin verðu uppi pressa hér að hann mæti í spinning.

Hjölli
Skemmtilegur og góður drengur og bloggari, á góða spretti á blogginu og duglegur líka, hans bestu stundir á blogginu er þegar hann reynir að rifja upp föstudags og laugardagsnætur sem hann man oft ekki allveg. Ég spila einnig með honum knattspyrnu á miðvikudögum og hfur honum farið fram sem knattspyrnumanni .

Jóhann
Þetta er svarti sauðurinn í hópnum, hefur oft á tíðum gengið ansi langt í að ögra lesendum bloggsins með einhverju sem hann kallar leik að forminu. Hann á það til að vera hrokafullur blogginu gagnvart lesendum kallar sjálfan sig listamann og ég veit ekki hvað og hvað. Hann er samt ágætis drengur fyrir innan grjótharða töffaraskelinu, já eiginlega lítill mömmudrengur fyrir innan skelina. Ég hef ekki orðið þess heiður aðnjótandi enn að hitta konurnar í lífi hans, þ.e. Sonju unnustu hans og Guðbjörgu móður hans en vona að það verði þó sem fyrst. Jóhann er enn í skóla þó hann sé 31 árs, en gengdarlaus saurlifnaður kom í veg fyrir að hann lyki B.S prófi á árunum milli 20 og 30. Í dag er hann í tímum hjá vini sínum og jafnaldrfa Pálma í Háskólanum í Reykjavík og segir Pálmi að hann sé ódæll nemandi fylgist ekki með í tímum og hringi í kennarann á ókristilegum tímum til að reyna að fá lausnir á heimadæmum sem hann á að gera sjálfur.

Pálmi
Að öðrum ólöstuðum er Pálmi blogg perla slembibullsbræðra. Nær að ná fram ótrúlegum hughrifum lesanda með lýsingum sýnum á heimilislífinu og ýmsu sem á daga hans drífur. Ólíkt Jóhanni lauk Pálmi hákólaprófi á réttum tíma og er ástæðan sennilega sú að Pálmi er stakur bindindis og fjölskyldumaður. Flestir forstjórar bæarins hafa jeppa sem stöðutákn, Pálmi hefur gert mun betur en þeir í lífinu og hefur heila rútu sem stöðutákn, enda er fjölskylda hans að fara að talja 5 einingar núna í lok september.

Jæja ég læt þessum fyrsta pistli mínum hér með lokið og þakka fyrir mig í bili

Siggi Óli
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar