mánudagur, september 08, 2003
|
Skrifa ummæli
Já, fín helgi að baki. Afslöppun á föstudagskvöldinu og síðan var laugardagurinn mjög fínn og frábær landsleikur (og ég fékk 12 rétta í getraununum). Enduðum síðan á djammi um kvöldið, en ég drakk ekkert rosalega mikið og var því nokkuð sprækur á sunnudeginum. Við Hjölli hjóluðum niður í bæ og ég skilaði bókum á borgarbókasafnið. Síðan fórum við á Grillhúsið og á Kaffi París. Síðan kíktum við í bókabúðir og í Japis og Skífuna. Í Skífunni keypti ég 4 DVD myndir á útsölunni og fékk þær á 3500 kr.:

- Simpson - At the Movies
- Bridges Jones Diary
- Rocky Horror Picture Show (tvöfaldur)
- Me, myself and Irene


Síðan gerði ég einhver heimadæmi, horfði á sjónvarpið og Sonja kom síðan seint um kvöldið.

Búinn að kaupa mér 120GB utanáliggjandi harðan disk (USB2) og er núna að ryksuga alla tónlist og kvikmyndir inn á hann sem ég kemst yfir. Ætli ég verði ekki fljótur að fylla hann.
Prentarinn minn (Canon i950) er líka að gera góða hluti og snilldargæði úr þessu töfratæki.

Á föstudaginn fer ég líklegast á dansnámskeið að læra Salsa og ég stefni að því að verða besti tjúttarinn af Slemburum.

Tennis í kvöld þar sem Jói, Ánni, Hjöllllli og Oddur munu etja kappi.

Fyrir Sigga: Annars líður mér bara ansi vel þessa dagana og er bjartsýnn og jákvæður og andleg og líkamleg líðan er bara í góðum málum.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar