mánudagur, september 22, 2003
|
Skrifa ummæli
Þetta var nú meira kvöldið á laugardaginn. Ég og Hjölli ákváðum að fara á Brimklóarball og enduðu með 2 stúlkum úr Delta sem fengu 3 tíma frest að gera sig tilbúnar.
Nú þegar við mættum var okkur troðið á stjórnarborðið og var okkur tjáð að við mættum fara á barinn og láta skrifa á Þóri Jóns og stjórnina. Nú það var gert ótæpilega og drukkið vel fyrir mat, svo var borðaður Nings matur (sponsor) og drukkið rauðvín sem Guðmundur Árni var duglegur að sjá til þess að ekki vantaði á borðið hjá okkur.
Nú áfram hélt drykkja og matur og var undirskrifaður orðinn vel í glasi þegar leið á kvöldið, svo ölvaður að hann fór á barinn og keypti kaffi og koníak og hélt vitleysunni áfram.
Nú eftir það var nú hætt að drekka þar sem maður var nú farinn að vera eilítið þröngsýnn og átti erfitt með að fókúsera. Nú til að gera langa sögu stutta þá fór Hjölli heim um 1 og ég um 2, gekk ég heim frá kapla og var það ágætt.

Sunnudagurinn var svo í anda laugardagsins, þ.e. slappur og þreyttur. Frítt brennivín er stundum erfitt að neita, næst verður nú tekið aðeins rólegra á því þegar brennsi er í boði.

Mér skilst þó að gestir okkar hjölla hafi skemmt sér mjög vel og var umtalað hvernig Delta fólkið hélt uppi fjörinu á borðinu.

Ég gæti haldið áfram að segja stuttar sögur af þessu kvöldi, en ég held að geymi það betri tíma. Kannski í kvöld í Tennisnum þá rifjum við eitthvað upp.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar