föstudagur, september 12, 2003
|
Skrifa ummæli
Nú er ég búinn að liggja í flensu í vikunni, en náði þó rétt áður að klára skriflega prófið í köfuninni og á á þá eftir að busla svolítið í sjónum og þá er það komið. En ég er semsagt búinn að liggja í flensu síðan aðfaranótt þriðjudagsins (var að vísu hnerrandi eins og vitleysingur í mánudagstennisnum) og hef nýtt (og snýtt) þann tíma mjög vel í lestur (og svefn), en ég kláraði Frankenstein eftir Mary Shelley og verð að segja að myndin Frankenstein (1993) fylgir sögunni býsna vel (en bókin er frekar dramatísk, en t.d. þá er enginn kastali og engar lýsingar á skrímslinu aðrar en þær að það sé stórt og ljóttl og fari hratt yfir og heldur eru engar lýsingar á tækjunum sem notuð voru til að búa til kallgreyið)

    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar