Er að fá mér nýja tölvu:
DVD/skrifari combo
512 MG innra minni
80 GB HD
hljóðkort og skjákort venjuleg, þ.e. 64 MB skjákort skilst mér.
Flatur 15 tommu skjár (er eins og 17 tommu venjulegur skjár).
Verð að láta þetta duga í bili.
Annars er svo klikkað að gera í vinnunni að ég hef varla tíma til að vinna, fundir og uppákomur og allt annað hefur verið að koma upp á. Þó hef ég ekki verið í útvarpi, sjónvarpi og netvarpi eins og sumir. Skilst að Hjöllurinn sé að verða celebrity með allt sitt skak þarna uppi á veðurstofu, kannski kominn tími á að einhver taki jarðskjálftatakkana frá honum, hann hefur fengið sína skemmtun núna.
Getur hann ekki komið með betra veður í staðinn fyrir miniskjálfta.
|