Þetta er búin að vera allt of löng vika og hún er ekki búin enn. Fékk mér einn bjór áðan og hélt svo áfram að vinna. Held ég fari bara heim og leggi mig eða slappi bara af fyrir framan sjónvarpið. Mæti svo í vinnuna í fyrramálið og geri það sem gera þarf og svo er bara að skella sér á bikarúrslitaleikinn FH-ÍA.
Nú er Laufskálaréttin um helgina og ég kemst ekki í þetta sinn, en ég verð bara að taka þessa helgi frá næst upp á vaktaplanið að gera. Svo er það nú skjálftinn í Japan, helvíti magnaður og fyrir þá sem ekki vita þá er hægt að sækja upplýsingar um þennan skjálfta hjá IRIS, en ein af stöðvunum er hér á Íslandi, nánar tiltekið í Borgarfirðinum og svona leit skjálftinn út þar:
|