Í dag var fótbolti, á morgunn er fótbolti og "fagnaður" hjá hr. O, en ekki hefur verið tilkynnt nákvæmlega hverju er verið að fagna, spurning hvort verið sé að fagna sigri íslenska landsliðsins, á sunnudaginn er frí, á mánudaginn er frí og þá tek ég loksins skriflega prófið í köfuninni og dútla eitthvað í bílnum mínum. En ég er einnig alvarlega að spá í að kaupa mér kafarabúning upp á 275 þús kall og ég sem var svona næstum því búinn að koma yfirdrættinum í gott lag, en svona er lífið, pakkað af skuldum til bankanna. En ég er alveg búinn að sannfæra sjálfan mig um að þetta sé mjög skynsamleg fjárfesting svo þetta hlýtur að vera í lagi. Svo er líka svo gaman að kafa, þó að maður sé að sökkva sér í skuldir, en só vott, maður er nú vanur slíku. Best að gleyma ekki að kaupa sér getraunaseðil (verst hvað það verða margir með 13 rétta og því vinningarnir eftir því).
|