Þetta Arsenal - Utd mál er komið út í öfgar að mínu mati. Hversu oft höfum við ekki séð fjöldaslagsmál á velli fyrir og eftir leik, að sjálfsögðu er þetta ekki eitthvað sem á að viðgangast en nú er þetta komið út í öfgar. Í fyrsta lagi hefði þetta aldrei gerst ef dómarinn hefði stýrt nokkrum atvikum á réttan máta, en burtséð frá því þá hefði þetta aldrei orðið svona mikið mál ef þetta hefði verið t.d. Aston Villa - Birmingham.
þetta eru high profile lið sem lenda í hremmingum vegna stöðu þeirra, það sem undirstyður mál mitt best er að 2 utd menn voru kærðir sem er alveg út í hött að mínu mati, einnig eru menn eins og Cole og Viera sem eru kærðir og eru þær kærur fáránlegar.
Keown, Lauren, Parlour og jafnvel Lehman er skiljanlegt, en hitt er fáránlegt. Hversu oft hafa menn ekki mótmælt því að vera reknir út af, eða að fá á sér víti sem er ekki víti og það á 92 mínútu, er ekki hægt að horfa aðeins til þess hvað er að gerast í leiknum áður en menn taka upp á kærum.
Þessi dómari er nú meira en lítið skrýtinn, hann fór nú illa út úr góðgerðarskildinum og að mínu mati hefur hann gert hlutina hér mun verri en oft áður.
Já ég er ansi hissa og pirraður á að lesa um þetta, Arsenal kom sér í vond mál en það er verið að setja þá í enn verri mál að óþörfu. Hver man ekki eftir atvikinu þegar nokkri utd menn eltu dómarann út í horn, hann hljóp í burtu af hræðslu, þá var ekkert gert, ef Arsenal hefði gert þetta þá hefði sennilega allir fengið bann eftir leikinn.
Ég skil vel að Wenger er pirraður á þessu þrátt fyrir að vita að þeir byrjuðu nú á að grafa holuna sjálfir.
Varðandi Viera þá fannst mér harður dómur að hann skildi fá rautt spjald, en ok þetta hefur verið gert áður og því ekki við því að kvarta. En að kæra hann að auki fyrir að vilja ekki fara af vellinum, hvað er orðið í gangi með þetta.
En eins og ég og Jói vorum búnir að sjá fyrir þá lýkur þessum ritdeilum á föstudag í síðasta lagi þar sem ný umferð kemur og ný vandamál til að rökræða.